-3 C
Grindavik
20. janúar, 2021

Wayne Rooney reynir að fá varnarmann á láni frá United

Skyldulesning

Wayne Rooney þjálfari Derby vill fá Phil Jones varnarmann Manchester United á láni í janúar. Ole Gunnar Solskjær hefur ákveðið að leyfa Jones að fara.

Jones er ekki í hóp yfir þá leikmenn sem geta tekið þátt í leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Jones er 28 ára gamall.

West Brom og Burnley hafa sömuleiðis áhuga á að fá Jones sem þénar vel yfir 100 þúsund pund á viku, ljóst er að United þarf að greiða hluta af launum Derby.

Jones hefði áhuga á að spila fyrir sinn gamla liðsfélaga, Wayne Rooney. Varnarmaðurinn hefur verið í tæp tíu ár hjá félaginu.

Jones gæti hjálpað Derby mikið en liðið er í fallsæti næstu efstu deildar.

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir