8 C
Grindavik
22. apríl, 2021

West Brom búið að reka Bilic

Skyldulesning

West Brom er búið að reka Slaven Bilic úr starfi, tímapunkturinn kemur á óvart en liðið gerði jafntefli á útivelli gegn Manchester City í gær.

Kínversku eigendur félagsins eru ekki sáttir með ganga mála þrátt fyrir að Bilic hafi komið félaginu upp í efstu deild og ráku hann.

West Brom eru nýliðar í úrvalsdeildinni en Bilic var ósáttur með stuðning félagsins á félagaskiptamarkaðnum í sumar.

Ensk blöð segja að Sam Allardyce taki við starfinu en hann er þekktur fyrir að koma liðum úr fallsæti og bjarga þeim.

Allardyce er 66 ára gamall en hann stýrði Everton síðast árið 2018 en hefur síðan þá verið atvinnulaus.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir