6.4 C
Grindavik
22. september, 2021

West Brom skildi Sheffi­eld United eftir á botninum

Skyldulesning

Enski boltinn

Leikmenn Sheffield United geta einfaldlega ekki skorað mörk.
Leikmenn Sheffield United geta einfaldlega ekki skorað mörk.
Jason Cairnduff/Getty Images

Einu tvö liðin sem höfðu ekki enn unnið leik í ensku úrvalsdeildinni mættust í kvöld. Fór það svo að West Bromwich Albion nældi í sinn fyrsta sigur og skyldi Sheffield United eftir án sigurs á botni deildarinnar.

Lokatölur leiksins 1-0 þökk sé marki snemma leiks. Bæði lið fengu urmul færa og Sheffield hefðu ef til vill átt að jafna metin. Liðið er hins vegar ófært um að koma knettinum í net andstæðinga sinna þessa dagana. Á yfir 900 mínútum í ensku úrvalsdeildinni hefur liðið aðeins skorað fjögur mörk.

39 – There were 39 shots shared between West Brom (17) & Sheff Utd (22), the joint-most in any Premier League game this season, with Sheff Utd’s expected goals figure of 3.3 the most of any side that failed to score since Arsenal (3.4xG) v Southampton in February 2016. Blunt. pic.twitter.com/2E2ZwZEnOE

— OptaJoe (@OptaJoe) November 28, 2020

Þökk sé marki Conor Gallagher eftir hornspyrnu þá tók West Brom stigin þrjú í kvöld og kom sér þar með upp úr fallsæti. Liðið nú með sex stig að loknum 10 leikjum. Bæði Burnley og Fulham eiga þó leik til góða.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir