7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

West Brom vann fallslaginn

Skyldulesning

Íþróttir
|
Enski boltinn

| mbl
| 28.11.2020
| 22:07

West Brom fagnaði sigri í botnslag.

West Brom fagnaði sigri í botnslag.

AFP

West Bromwich Albion skildi Sheffield United eftir í botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 1:0-heimasigri er liðin mættust í fallslag í kvöld.

Conor Gallagher skoraði sigurmarkið á 13. mínútu og tókst Sheffield United ekki að jafna þrátt fyrir fjölmörg tækifæri í seinni hálfleik.

Varamaðurinn Lys Mousset fékk það besta í blálokin en hann skaut yfir þegar hann var aleinn í markteignum.

West Brom fór upp úr fallsæti með sigrinum og er nú í 17. sæti með 6 stig. Sheffield United er á botninum með aðeins eitt stig.  

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir