1.3 C
Grindavik
6. febrúar, 2023

West Ham flaug upp í fimmta sætið

Skyldulesning

Jarrod Bowen fagnar eftir að hafa komið West Ham í …

Jarrod Bowen fagnar eftir að hafa komið West Ham í 2:1 í dag. AFP

West Ham lyfti sér upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag með því að sigra Everton 2:1 í London.

Aaron Cresswell skoraði stórbrotið mark fyrir West Ham beint úr aukaspyrnu á 32. mínútu en Mason Holgate jafnaði fyrir Everton á 53. mínútu með skoti í varnarmann og inn.

Fimm mínútum síðar kom Jarrod Bowen liði West Ham yfir á ný, 2:1, eftir að Michail Antonio slapp í gegnum vörnina og átti skot sem Jordan Pickford varði. Bowen fylgdi á eftir og skoraði.

Sjö mínútum síðar fékk Michael Keane, miðvörður Everton, sitt annað gula spjald og var rekinn af velli.

West Ham fór uppfyrir Wolves, Tottenham og Manchester United og er með 51 stig eins og tvö síðarnefndu liðin. Tottenham á hinsvegar eftir að mæta Newcastle síðar í dag. 

Everton er sem fyrr með 25 stig í sautjánda sætinu og er aðeins þremur stigum fyrir ofan Watford í fallsætinu.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir