3 C
Grindavik
1. mars, 2021

West Ham í Meistaradeildarsæti

Skyldulesning

Tomás Soucek fagnar öðru marki sínu á Selhurst Park.

Tomás Soucek fagnar öðru marki sínu á Selhurst Park.

AFP

Tomás Soucek skoraði tvívegis fyrir West Ham þegar liðið heimsótti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Selhurst Park í London í kvöld.

Wilfried Zaha kom Crystal Palace yfir á 3. mínútu en Soucek jafnaði metin fyrir West Ham sex mínútum síðar.

Soucek var svo aftur á ferðinni á 25. mínútu áður en Craig Dawson bætti við þriðja marki West Ham á 65. mínútu.

Michy Batshuayi klóraði í bakkann fyrir Crystal Palace en lengra komust Palace-menn ekki og West Ham fagnaði 3:2-sigri.

West Ham fer með sigrinum upp í fjórða sæti deildarinnar í 35 stig og upp fyrir Liverpool.

Crystal Palace er hins vegar í þrettánda sætinu með 23 stig.

Jack Harrison tryggði Leeds sigur gegn Newcastle.

Jack Harrison tryggði Leeds sigur gegn Newcastle.

AFP

Þá reyndist Jack Harrison hetja Leeds þegar liðið heimsótti Newcastle á St. James’ Park í Newcastle.

Leiknum lauk með 2:1-sigri Newcastle en Harrison skoraði sigurmark leiksins á 61. mínútu. 

Raphinha kom Leeds yfir á 17. mínútu en Miguel Almiron jafnaði metin fyrir Newcastle á 57. mínútu.

Þetta var fimmta tap Newcastle í röð i deildinni en liðið er í sextánda sæti deildarinnar með 19 stig, 7 stigum frá fallsæti.

Leeds er hins vegar í tólfta sætinu með 23 stig.

Innlendar Fréttir