4.3 C
Grindavik
22. september, 2021

Willum og félagar misstu af titlinum í uppbótartíma

Skyldulesning

Fótbolti


Arnar Geir Halldórsson skrifar

Willum í leik með U21 árs landsliði Íslands.
Willum í leik með U21 árs landsliði Íslands.
vísir/getty

Það var boðið upp á ótrúlega spennuþrungna lokaumferð í hvít-rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Þegar kom að leikjum dagsins áttu BATE Borisov og Shakhtyor Soligorsk möguleika á að hafna í efsta sæti deildarinnar en Willum Þór Willumsson og félagar í BATE voru í heimsókn hjá Dinamo Minsk á meðan Shakhtyor voru með FC Minsk í heimsókn hjá sér.

BATE hafði 58 stig í efsta sæti deildarinnar en Shakhter var með 56 stig í 2.sæti fyrir lokaumferðina.

Willum sat allan tímann á varamannabekk BATE og horfði á liðsfélaga sína gera markalaust jafntefli. 

Það virtist ætla að duga þeim til að klófesta titilinn því staðan í leik Shakhter og FC Minsk var 2-2 þar til á 95.mínútu þegar Roman Begunov kom Shakhter í 3-2. Alls var ellefu mínútum bætt við leikinn og skoruðu Shakhter menn aftur á 98.mínútu og tryggðu sér þar með efsta sæti deildarinnar með 4-2 sigri.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir