Wilson girtur af til öryggis

0
101

Varðskipið Freyja siglir með flotgirðingu út að Wilson Skaw sem verður girtur af til að gæta fyllsta öryggis hvað olíuleka snertir. Ljósmynd/Halldór Viðar

„Nú er verið að setja upp varnargirðingu fyrir olíuleka kringum skipið, keyrt var með hana til Hólmavíkur þar sem hún fór um borð í varðskipið Freyju,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is, um stöðu mála við flutningaskipið Wilson Skaw sem nú er strand á Húnaflóa.

Wilson Skaw. Ljósmynd/Harpa Dögg Halldórsdóttir

Í tönkum skipsins eru tæp 200 tonn af gasolíu og er girðingin hugsuð til ýtrasta öryggis en engin merki eru að sögn Ásgeirs um að olía hafi lekið úr skipinu.

„Enn sem komið er hefur ekkert verið ákveðið um næstu skref en samráðsfundur Landhelgisgæslu, Umhverfisstofnunar og Samgöngustofu mun taka ákvörðun um það í samráði við útgerð skipsins,“ segir Ásgeir.