5 C
Grindavik
8. maí, 2021

Yfir­gefur KA í sumar

Skyldulesning

Handbolti

Áki verður ekki með KA á næstu leiktíð.
Áki verður ekki með KA á næstu leiktíð.
Vísir/Hulda Margrét

Þegar KA tilkynnti að liðið væri að fá þrjá nýja leikmenn fyrir næsta tímabil var ljóst að einhverjir þyrftu að fara. Nú er ljóst að Áki Egilsnes mun ekki leika með liðinu í Olís-deild karla í handbolta á næstu leiktíð.

Hinn 25 ára gamli Áki Egilsnes er örvhent skytta frá Færeyjum og hefur verið í herbúðum KA frá 2017. Ekki er ljóst hvort Áki haldi aftur heim á leið en hann lék með VÍF í Færeyjum áður en hann samdi við KA.

KA er sem stendur í 9. sæti Olís-deildar karla með 15 stig að loknum 14 leikjum. Deildin er sem stendur á ís þar sem íþróttir eru ekki leyfðar vegna kórónuveirufaraldursins. Óvíst er hvenær deildin fer aftur af stað.

Akureyri.net greindi upphaflega frá.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir