-0.7 C
Grindavik
26. janúar, 2022

Yfirmaður áhaldahúss Garðabæjar heiðraður af bæjarbúum í jólabjóraflóðinu – „Mikill reddari sem græjaði allt í bænum“

Skyldulesning

Brugghúsið Mói er lítið ölgerðarfélag í Garðabæ, í eigu Garðbæinga, og framleiðir handverksbjór með skírskotun til menningar, sögu og íbúa bæjarins. Nýjasti bjórinn þeirra, jólabjórinn úr smiðju Móamanna, er einmitt í takt við þá stefnu.

Bjórinn er nefnilega nefndur í höfuðið á Jóhanni Inga Jóhannssyni, eða Jóa Bæjó eins og hann er gjarnan kallaður. Jóhann stýrði áhaldahúsi bæjarins í áratugi en er nýlega sestur í helgan stein. Jóa er lýst af aðstandendum brugghússins sem miklum reddara og manni sem græjaði allt í bænum.

Um léttan Session IPA bjór með vænum skammti Citra, Columbus og Amarillo humlum er að ræða og hefur uppskriftin tekið örlitlum breytingum frá fyrri árum.

Í færslu frá Móa á Facebook má sjá mynd af Jóa Bæjó með Jóla Bæjó . „Hann var öllum stundum á vaktinni og sá til þess að allt væri í lagi, bæði á Stjörnuvelli og í bænum öllum. Nú þegar Jói er hættur hjá áhaldahúsinu þá á hann svo sannarlega skilið að fá sér einn til tvo nafna öðru hvoru. Það eru jú að koma jól,“ segir með myndinni.

Bjórinn má nálgast í Vínbúðum hins opinbera og auðvitað í ísskápum allra alvöru Garðbæinga.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir