6.3 C
Grindavik
26. september, 2021

Yfirmaðurinn hvetur hann til þess að berjast fyrir stöðu sinni

Skyldulesning

Rafa Benitez, stjóri Everton, hefur hvatt James Rodriguez, leikmann liðsins, til þess að berjast fyrir sæti sínu í liðinu.

Hinn þrítugi James hefur ekkert leikið með Everton á leiktíðinni og ekki verið talinn inni í myndinni hjá Benitez. Hann var fenginn til félagsins í fyrra. Þá var Carlo Ancelotti við stjórnvölinn. Sá er mikill aðdáandi James.

,,Þetta er erfið staða því hann var til sölu í félagaskiptaglugganum. Nú er félagaskiptaglugginn í Mið-Austurlöndum sá eini sem er opinn svo staðan er erfið,“ sagði Benitez um Kólumbíumanninn.

,,Ég held að hann hafi áttað sig á því að hann þarf að bæta sig á mörgum stöðum. Hann þarf að einbeita sér og sýna tryggð við félagið. Hann er að reyna það, sem er gott fyrir okkur.“

,,Ef hann verður áfram er það gott fyrir okkur því hann getur gefið okkur eitthvað meira. Við efumst ekki um hæfileika hans en verðum að vera viss um að við séum með leikmenn sem geta leikið í 90 mínútur á þeirri ákefð sem við leitumst eftir.“

Benitez segir að Everton hafi verið tilbúið til þess að selja James til þess að búa til pláss fyrir annan leikmann.

,,Ég var ekki með í samræðunum. Ég veit að það voru nokkur félög sem höfðu áhuga en það er allt og sumt. Ef boðið hefði verið gott (hefði hann mátt fara). Þið þekkið þetta með fjárhagsreglur og vandamál með laun. Það var mikilvægt fyrir okkur að búa til pláss fyrir annan leikmann.“

Rafa Benitez

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir