Um síðustu áramót lét Þorhallur Gunnlaugsson Yfirvélstjóri af störfum eftir áratuga starf hjá Þorbirni og fleiri fyrirtækjum. Við starfi hans tók Ægir Óskar Gunnarsson sem hafði starfað við hlið Þórhalls í nokkur ár.
Ægir sem er ungur og kraftmikill vélstjóri og fullur eldmóðs í nýju starfi, líst vel á það sem framundan er en um miðjan mai er fyrirhugaður slippur sem taka á amk 6 vikur.

Þar verður skipt út togspilunum ásamt mörgu fleiru og að mörgu er að hyggja þegar svo viðamikil aðgerð liggur fyrir.
Enginn vafi er á að Ægir og allir vélstjórarnir rúlla því upp eins og þeirra er von og vísa.

Ægir er ljósmyndari góður og hafa margar myndir frá honum af sjómennskunni prýtt Morgunblaðið en engum hefur dulist að í Ægir er sjálfstæðismaður fram í fingurgóma og lætur ekki sitt eftir liggja ef kynna skal stefnu sjálfstæðismanna í nútíð og framtíð.
Hann er búsettur á Selfossi og þar njóta sjálfstæðismenn einna helst krafta hans

Krumminn óskar Ægi allra heilla í starfi og vonast eftir góðu samstafi í framtíðinni með mynda og fréttaskrif

 

Eins og þessi mynd sýnir er Ægir áfram um að leiða villuráfandi sauði af villu síns vegar og vísa þeim á rétta (sjálfstæðis)braut!