7.3 C
Grindavik
21. september, 2021

Yngsti leikmaður Tottenham frá upphafi spilaði í Evrópudeildinni í gær eftir erfið meiðsli

Skyldulesning

Dane Scarlett, leikmaður Tottenham, er yngsti leikmaður félagsins frá upphafi. Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Tottenham í 4-0 sigri gegn Ludogorets í Evrópudeildinni í gær.

Scarlett sló í gær metið sem John Bostock setti árið 2008. Í gær var Scarlett 16 ára og 247 daga gamall.

Ungstirnið hefur verið að gera það gott með ungmennaliði Tottenham og var hann verðlaunaður fyrir góða frammistöðu með því að vera í leikmannahópi Tottenham í gær. Hann kom inn á á 82. mínútu.

Á síðustu leiktíð spilaði hann fjóra leiki með U18 ára liði Tottenham. Tímabilið hans tók snöggan endi þegar hann meiddist alvarlega á hné. Hann vann vel í endurhæfingunni og í sumar fékk hann tækifæri til að æfa með aðalliði Tottenham.

Dane Scarlett setti hjartnæma færslu á Twitter eftir leikinn í gær. Þar segir hann: „Fyrir ári síðan endaði tímabilið með hnémeiðslum. Að spila minn fyrsta leik fyrir Tottenham og að verða yngsti leikmaður í sögu félagsins er eins og draumur sem rætist fyrir mig og fjölskyldu mína. Takk allir fyrir stuðninginn hingað til. Það var synd að fyrsti leikurinn hafi verið án stuðningsmanna Tottenham.“

A year ago sustaining a season ending Knee injury. To making my @SpursOfficial debut, also becoming the youngest ever Spurs player is a dream come true for me and my family. Thanks to everyone that’s supported this far. It was a shame I had to make my debut without you Spurs fans pic.twitter.com/xquGq2ueAh

— Dane Scarlett (@DScarlett09) November 27, 2020

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir