7.4 C
Grindavik
23. júní, 2021

Zabaleta: City er í dauðafæri

Skyldulesning

„Þetta gæti orðið frábær dagur fyrir Manchester City,“ sagði Pablo Zabaleta, fyrrverandi fyrirliði enska knattspyrnufélagsins, í samtali við þá Tómas Þór Þórðarson og Bjarna Þór Viðarsson á Síminn Sport í dag.

City og Chelsea eigast nú við í stórleik helgarinnar og er staðan 1:0, City í vil, þegar fyrri hálfleik var að ljúka.

Með sigri tryggir City sér Englandsmeistaratitilinn en liðið er sem stendur með 83 stig í efsta sæti deildarinnar og hefur 16 stiga forskot á Manchester United sem á tvo leiki til góða.

„City er í dauðafæri og ef þeir spila eins og þeir hafa verið að gera þá geta þeir svo sannarlega unnið leikinn,“ sagði Zabaleta.

„Það má samt ekki gleymast að Chelsea er með frábært lið og þeir hafa spilað mjög vel undanfarnar vikur,“ sagði Zabaleta meðal annars.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir