5 C
Grindavik
12. maí, 2021

Zidane skilur ekkert í löndum sínum

Skyldulesning


Arnar Geir Halldórsson skrifar

Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid og goðsögn í frönskum fótbolta, skilur ekki hvers vegna Karim Benzema er ekki hluti af franska landsliðinu.

„Hvernig getur nokkur maður skilið það að Karim sé ekki í landsliðinu. Ég veit ekki um marga sem skilja það,“ sagði Zidane eftir að hafa séð Benzema skora tvennu í 1-3 sigri á Celta Vigo í dag.

„Það er betra fyrir mig sem stjóra Real Madrid að hann sé hérna. Hann hefur unnið frábært starf hér,“ sagði Zidane.

Hinn 33 ára gamli Benzema hefur skorað 27 mörk í 81 landsleik fyrir Frakkland en hefur ekki verið valinn í landsliðshóp frá árinu 2015 þegar hann var sakaður um að hafa kúgað fé af félaga sínum í landsliðinu, Mathieu Valbuena.

Benzema hefur verið einn besti leikmaður Real Madrid á leiktíðinni og gert 23 mörk í 32 leikjum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir