5 C
Grindavik
27. febrúar, 2021

Zlatan: „Eftir að ég varð 30 ára fór ég bara að verða betri“

Skyldulesning

Tíminn er afstæður hjá hinum 39 ára gamla Zlatan Ibrahimovic. Zlatan spilar enn á hæsta gæðastigi knattspyrnunnar, hann segir að honum beri engin skylda til þess að halda áfram að spila knattspyrnu en ástríða hans fyrir leiknum haldi honum gangandi. Þetta er meðal þess sem Zlatan segir í viðtali á heimasíðu UEFA.

„Ég er aldrei sáttur, ég vill alltaf áorka meira. Það er kannski þess vegna sem ég sé ekki leikmenn á mínum aldri afreka það sem ég er að gera. Það er sagt að þegar leikmaður nær 30 ára aldri, fari að hægjast á honum og á endanum hætti hann. Eftir að ég varð 30 ára fór ég bara að verða betri,“ sagði Zlatan í viðtalinu.

Hann viðurkennir þó að það sé ýmislegt sem hafi breyst varðandi hann sem leikmann með hækkandi aldri.

„Ég væri til í að hafa heilann og minn þroska núna í 25 ára gömlum líkama. Ég verð þreyttari fyrr núna á þessum aldri. Núna sef ég mikið því ég þarf á hvíldinni að halda. Fyrst tók það mig einn dag að ná mér góðum, núna tekur það tvo til þrjá daga,“ sagði Zlatan um ástand sitt núna.

Zlatan hefur spilað með stærstu liðum Evrópu á sínum ferli. Liðum á borð við Barcelona, Manchester United, Paris Saint-Germain og AC Milan. Hann segist geta haldið áfram að spila á þessu gæðastigi.

„Ég verð að finna að ég geti lagt eitthvað af mörkum, svo lengi sem ég finn það, get ég spilað á svona háu gæðastigi. Ég vil að andstæðingar mínir sjái mig á heimsmælikvarða,“ sagði Zlatan.

Zlatan spilar nú með ítalska liðinu AC Milan og hefur verið í frábæru formi á leiktíðinni. Hann er búinn að skora 10 mörk í sex leikjum með liðinu í ítölsku úrvalsdeildinni. AC Milan er í 1. sæti deildarinnar þegar tólf umferðir eru búnar.

Innlendar Fréttir