3 C
Grindavik
8. maí, 2021

Zlatan sá rautt í sigri Milan – Parma á leið niður

Skyldulesning

AC Milan sigraði Parma í leik sem var að ljúka þessu. Milan styrkir þar með stöðu sína í öðru sæti á meðan útlitið er orðið enn svartara fyrir Parma í fallbaráttunni.

Ante Rebic kom gestunum frá Mílanó yfir strax á 8.mínútu leiksins. Franck Kessie gerði stöðuna svo ansi erfiða fyrir Parma með marki rétt fyrir leikhlé.

Eftir klukkutíma leik fékk sjálfur Zlatan Ibrahimovic rautt spjald. Það virtist sem svo að hann hafi fengið það fyrir ljótt orðbragð við dómara leiksins eftir að ákvörðun hafði fallið gegn Milan.

Parma minnkaði muninn stuttu seinna með marki frá Riccardo Gagliolo. Þeir pressuðu svo á tíu leikmenn Milan í lokin en náðu ekki að jafna. Í staðinn skoraði Rafael Leao þriðja mark Milan eftir skyndisókn í blálokin.

Milan er, sem fyrr segir, í öðru sæti Serie A. Þeir eru þó enn 8 stigum á eftir Inter, sem á leik til góða. Sigurinn var samt sem áður mjög mikilvægur í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Parma er aftur á móti í ansi slæmri stöðu í næstneðsta sæti. Það eru 4 stig upp í Torino sem er í síðasta örugga sætinu og á í þokkabót tvo leiki til góða á Parma.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir