Tilkynna samning Andra með skemmtilegu myndbandi – „Lyngby er fjölskylda mín og heimili mitt“ – DV

0
18

Íslenski landsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen hefur skrifað undir þriggja ára samning við danska félagið Lyngby og er því endanlega genginn í raðir félagsins.

Andri kemur frá Norrköping en hann hefur verið á láni hjá Lyngby á leiktíðinni. Hefur hann staðið sig frábærlega og er kominn með tíu mörk í úrvalsdeildinni.

„Við erum mjög ánægðir með að hafa náð samkomulagi við hann. Hann hefur staðið sig vel frá fyrsta degi og er þegar stór prófíll í dönsku úrvalsdeildinni þó hann sé aðeins 22 ára gamall. Við erum vissir um að hans bíður frábær knattspyrnuferill,“ segir Nicas Kjeldsen, þjálfari Lyngby.

Andri er sjálfur himinnlifandi með samninginn við Lyngby.

„Ég er mjög ánægður hjá Lyngby og er ánægður með að vera kominn hingað endanlega. Mér var vel tekið hér frá fyrsta degi, ekki síst af stuðningsmönnum. Lyngby er fjölskylda mín og heimili mitt. Ég mæti hingað og fer héðan brosandi á hverjum degi og það skiptir mig máli.“

ANDRI GUDJOHNSEN ER KONGEBLÅ 💙✍️

Det er med stor glæde, at vi kan offentliggøre, at vi har indløst Andri Gudjohnsens frikøbsklausul og skrevet en 3-årig aftale med vores stærke topscorer 💪

Læs meget mere her: https://t.co/A8BqgTGo9q

Andri Gudjohnsen præsenteres af Sjölin… pic.twitter.com/VeJxa3eutB

— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) April 17, 2024