Feitasti maður Bretlands látinn – aðeins 33 ára að aldri – DV

0
12

Jason Holton, sem sagður var feitasti maður Bretlands, er látinn 33 ára að aldri. Dánarmein hans var líffærabilun vegna ofþyngdar en hann var 317 kílógrömm að þyngd þegar hann lést.

Holton fór að þyngjast verulega á táningsaldri eftir að hann missti föður sinn skyndilega og hóf að leita í mat sem huggun. Hann hafði glímt við heilsuleysi undanfarin ár vegna ofþyngdar sinnar. Árið 2020 vakti ástand hans talsverða athygli í Bretlandi en þá þurfti að flytja hann með krana út af heimili sínu á nærliggjandi sjúkrahús vegna líffærabilunar.

Móðir hans, Leisa Holton, sagði í viðtali við The Sun að sonur hennar hefði í raun átt átta líf og hún hafði verið vongóð um að læknar gætu bjargað honum enn á ný.

Jason var rúmfastur síðustu ár vegna ofþyngdar sinnar en draumur hans var að komast á megrunarlyfið Wegovy til að léttast og ná að lifa eðlilegra lífi.

Jason Holton ásamt móður sinni Leisu